Það hefur færst í tísku síðustu ár að hugbúnaður geti uppfært sig – eða dagréttað – sig sjálfur og án afskipta notandans. Ég veit ekki hvort sæmandi sé að eyða orðum í að fjalla um slíkt menningarafskræmi, en þetta helst í hendur við vaxandi skort á fagmennsku í hugbúnaðarþróun og um leið við minnkandi dýpt í flatneskju neysluheims, ofdýrkunar egósins og sérstaklega hversu oft tölvugrúskarar telja sig greinda því þeir hafa gott minni.
Nýlega þurfti Nálgun að uppfæra fjóra vefja sinna úr WordPress 2.7 í 4.0. Ég uppfæri eins sjaldan og kostur er en eyði því meiri tíma í stöðugleika. Uppfærslur eyðileggja mjög oft meira en þær laga.
Svo liðu nokkrir dagar og ég hafði ekki tekið eftir að síðan útgáfa 3.7 – 3.8 komu á markaðinn var Matt Mullenweg búinn að koma inn stælingu á sjálfkrafa uppfærslu í takt við Chrome skrímslið frá Google sem því miður er skárra en Firefox sem hefur verið í afturför síðan 2007. Tja, vonandi kemur einn daginn frábær gramsaravafri.
Allavega, í dag fékk ég fínan email frá streetrogue.com, nalgun.is, logostal.com og hreinberg.is; allir vefirnir komnir með útgáfu 4.0.1. án þess að ég þyrfti neitt að hugsa eða hafa fyrir neinu nema athuga hvort útgáfan hefði skemmt Theme’in mín.
Hér er lausn fyrir þá sem þurfa. Settu þessa línu í wp-config.php og þú hefur aftur vald yfir eigin vef.
define( 'AUTOMATIC_UPDATER_DISABLED', true );
Góðar stundir
ps. síríuslý – hefur einhver heyrt talað um NSA?