Author Archives: Guðjón Hreinberg

Að velja sér verkvang

img-coll-0504

Þegar ég vann að MySQL bókinni sumarið 2003, hafði ég nær aldrei notað Linux. Hafði sett RedHat inn á eina eða tvær vélar, fiktað eitthvað í pakka-kerfinu, lært pínupons á GUI skelina sem þá var vinsælust (en man ekki lengur hver var) og oft lent í vandræðum að fá grafíska notendaskel til að virka ef ég setti hana ekki inn með innsetningunni. Hversu oft hafði maður hitt Linux notendur sem … Lesa meira


Góður hugbúnaður lagar ekki lélega verkferla

img-coll-0494

Þegar maður ákveður hvað sé besti hugbúnaður, er það yfirleitt byggt á huglægu mati og smekk. Þegar aðrir reiða sig á þetta mat t.d. við þær aðstæður að notendur í fyrirtæki treysta kerfisstjórum eða forriturum til að ákveða hvað nýtist þeim best, hefur þetta afleiðingar um langan tíma. LibreOffice – OpenOffice – Microsoft Office Ég er vanur að nota Ctrl+Backspace þegar ég hætti við eitt eða fleiri orð í texta, … Lesa meira


Hvaða stýrikerfi hentar – Windows eða Linux eða Mac?

img-coll-0555

Hvernig á maður að meta hvaða stýrikerfi sé best? Nær allir fagmenn í tölvugeiranum hafa skoðun á þessu og hver og einn hefur sínar forsendur. Umræður um þetta – á kaffistofunni – geta verið mjög hressandi og skemmtilegar en þær skila aldrei neinni niðurstöðu. Eins og einn fagmaður sagði eitt sinn; Það skiptir engu máli með hvaða hamri þú rekur nagla. Á þeim árum sem ég gaf út ET-Tölvublað, sem … Lesa meira


Af forritunarmálum og byrjendum

img-coll-1608

Ein algengasta spurning sem upp kemur þegar kemur að því að læra forritun, er annars vegar hvaða forritunarmál á ég að byrja á að læra og hins vegar hvar á ég að læra forritun. Við báðum þessum spurningum er ekki til rétt svar en álíka margar útgáfur á svörum eins og forritarar eru margir. Fyrsta forritunarmálið sem ég lærði var Pascal, annað málið var Java og eftir það missti ég … Lesa meira


Vefskinna spömmuð

logo-2013-sm

Við fengum ábendingu frá notanda á hvolpar.is í fyrravor um að einhver hefði spammað vefinn. Það er, að einhver hafði sett inn tvær eða þrjár auglýsingar á vefinn sem greinilega væri ekki Íslendingur og tilgangurinn annarlegur. Kerfisstjóri fær reyndar tilkynningar um allar nýskráningar og auglýsingar sem eru skráðar í Vefskinnu en virðist hafa verið sofandi á verðinum og þakkar athugulum notanda fyrir ábendinguna. Þegar rýnt var í auglýsandann – en reyndar … Lesa meira


Að sækja gögn úr þrem töflum

skemamynd

Í töflunni Einstaklingar er skrásettur maður að nafni Grjóti Stefsson, sem er forstjóri hjá Hugbrjót ehf sem er í samskiptum við okkar fyrirtæki. Við viljum geta sótt upplýsingar um Grjóta, Hugbrjót og annað starfsfólk Hugbrjóts sem gætu verið í grunninum? Í töflunum, Fyrirtæki og Einstaklingar er listi af aðilum sem hafa heimilisföng sem götuheiti og póstsvæði. Póstsvæði er samsett gildi úr póstnúmeri og heiti svæðis og geymt í töflunni Póstsvæði. Nú er … Lesa meira


Gildamengi og vensl

img-coll-0275

„Venslað gagnalíkan“ eða Relational Model virkar þannig að öll vel skilgreind einindi eru sett í sínar eigin töflur eða vensl (Table, Relation). Hverri töflu sé skipt upp í dálka (Column) sem nefnast svið (Field). Fyrsta lína töflunnar geymir heiti sviðanna en þessi lína er ekki meðhöndluð sem gögn heldur sem lýsing á hinu hugsanlega einindi. Hvert einindi sem til er í viðfangs veruleikanum er skráð inn í töfluna og kallast þá … Lesa meira


Einindi

img-coll-0498

Algeng aðferð við að skipta upp töflum er sú að greina upplýsingar þeirra upp í einindi (e. Entity) og reyna eins og hægt er að greina atóms-gildi (e. Atomic values) þeirra eða frumgildi (e. Primary values) sem nákvæmast. Til þess að beita þessari aðferð er gott að líta fyrst á skilgreiningu[1] hugtaksins Einindi: Einindi samkvæmt Tölvuorðasafninu er: „Sérhvert hlutrænt eða hugrænt fyrirbæri sem er til, hefur verið til eða gæti … Lesa meira


Frávik og fleiri þættir

img-coll-0254

Markmið Codds var að nálgast „áreiðanlegt upplýsinga líkan“ (e. Dependable Information Model). Allar geymslu aðferðir sem í boði voru buðu upp á vandamál sem hann kallaði frávik, á ensku Anomalies. Hann flokkaði þessi frávik í þrjá flokka: „dagréttinga frávik“ (e. Update Anomaly), „Eyðingar frávik“ (e. Delete Anomaly) og „Innskots frávik“ (e. Insert Anomaly). Dagréttinga frávik Gefum okkur að púkinn sem áður var talað um sé fyrir hendi og nú sé … Lesa meira


Burt með WordPress Automatic Updates

Það hefur færst í tísku síðustu ár að hugbúnaður geti uppfært sig – eða dagréttað – sig sjálfur og án afskipta notandans. Ég veit ekki hvort sæmandi sé að eyða orðum í að fjalla um slíkt menningarafskræmi, en þetta helst í hendur við vaxandi skort á fagmennsku í hugbúnaðarþróun og um leið við minnkandi dýpt í flatneskju neysluheims, ofdýrkunar egósins og sérstaklega hversu oft tölvugrúskarar telja sig greinda því þeir hafa … Lesa meira


Einfaldur gagnagrunnur

img-coll-0229

Til þess að átta sig á því hvers vegna hugmyndir Dr. Codd höfðu byltingarkennd áhrif á gagnagrunna er vert að athuga aðra möguleika á gagnasöfnum t.d. mætti athuga einfalda gagnaskrá sem geymir samskiptaupplýsingar einhverra aðila: nöfn, heimilisföng, netföng og slíkt. Einfaldast væri að álíta sem svo að skráakerfi stýrikerfisins myndi geyma skrána og ákveða mætti að hún væri afmörkuð (e. Delimited) textaskrá. Tafla 1a Nafn   Heimilisfang  Sími   Netfang       Veffang Grjóti … Lesa meira


Einföld gagnageymsla

filegluggi

Hér á eftir er skráalisti úr „/home“ skráasafni (e. Directory) á tölvu með RedHat Linux stýrikerfi. Myndin sýnir lista yfir 11 skráasöfn og eina skrá í 12 línum. Allar línurnar innihalda lýsingu á viðkomandi skrá( eða skráasafni), stærð, dagsetning, hver sé eigandi, lesréttindi og inningarréttindi[1]. Fyrir allflesta tölvunotendur lítur slíkur listi út fyrir að vera nákvæmlega það sem hann er: listi yfir skrár sem innihalda gögn og skráasvæði sem geta … Lesa meira


Venslaðir gagnagrunnar

ted-codd

Ted Codd og vensla-algebra Dr. E. F. Codd (f. 1923 d. 2003) var breskur stærðfræðingur sem vann að rannsóknum hjá IBM mest allan sinn starfsferil. Á sjöunda áratugnum hafði hann unnið allnokkuð við rannsóknir á gagna­grunnum og gagna­grunns notkun þess tíma. Um 1970 birti hann grein um venslaða gagnagrunna sem hefur gjörbylt allri hugsun varðandi gagnagrunns vinnslu síðan. Hann hafði komist að þeirri niðurstöðu að gagnagrunnar þess tíma og vinnsla … Lesa meira


Gagnagrunnur er ekki hið sama og Gagnagrunnskerfi

img-coll-0019

Við erum vön því að nota gagnagrunna daglega. Þegar flett er upp í símaskrá, eða skjal vistað á diski er notaður gagnagrunnur. Sé gerður minnis-, eða  innkaupalisti er notaður gagnagrunnur. Gagna­grunnur eða Database er skipulagt safn upplýsinga sem geymt er eftir skilgreindu kerfi eða markaðri hugsun. Gögnin eru þá grunnurinn sem mynda upplýsingar í grunninum og er þá kominn gagnagrunnur. Bankareikningur er gagna­grunnur og líta má á allar upplýsingar sem geymdar eru eftir … Lesa meira


Notendaleyf MySQL og MariaDB

img-coll-0166

MySQL notendaleyfi eru gefin út miðað við sanngjörn skipti (e. Fair exchange) eða „Quid Pro Quo,“ sem útleggst sem „eitthvað fyrir eitthvað.“ Eins og fram hefur komið er MySQL gefið út með samskonar hætti og Aladdin Ghostscript, sem merkir að uppruna-kótinn (e. Source code) er opinber, miðlarinn og biðlaraforritin eru frí fyrir  UNIX (og Linux). Auk þess eru eldri (úreltar) útgáfur algjörlega opnar með GPL leyfi. Þetta merkir að sé … Lesa meira


Hraði

img-coll-0126

Við prófanir hefur komið í ljós að MySQL er afar hraðvirkur, hraðvirkari en nærri allar samkeppnis­hæfar lausnir. Ein af ástæðunum fyrir þessum mikla hraðamun er sú að miðlarinn styður ekki öll smáatriði SQL staðalsins. Sumir telja MySQL einnig til tekna að kótinn miðlarans er nær eingöngu gerður af einum og sama manninum sem jafnframt býr yfir margra ára reynslu í kótun. Þess vegna sé lítið af um­fremdar (e. Redundant) kóta í kerfinu. … Lesa meira


Verkvangar og prófanir

img-coll-0269

Grunnútgáfa MySQL virkaði eingöngu á Linux og Solaris og stærsti vandinn við að færa hann yfir á aðra verkvanga (Platform) var að þjónninn þurfti þrædd POSIX söfn (Threaded POSIX libraries). Til þess að nota MySQL með ýmsum forritunarmálum þarf forritunarskil (API) og frá upphafi hefur miðlarinn verið gefinn út með C og Perl forritunarskilum. Síðan hafa komið út fleiri söfn (Libraries) sem öll utan Java safnsins byggja á C söfnum. Slíkt veitir … Lesa meira


MySQL eða Oracle eða MariaDB

img-coll-0312

Saga MySQL er að nokkru leyti tengd sögu mSQL gagnagrunns­þjónsins og má rekja til baka til ársins 1994. Helstu vörumerki þess tíma voru Oracle, Sybase og Informix. Þessi kerfi sem öll kostuðu og kosta enn skildinginn voru hönnuð til að miðla miklu magni gagna og oft innan flókinna vensla. Öll þessi kerfi kosta einnig mikið í vinnslu (e. Resource intensive). Bæði er að kerfin eru kostnaðarsöm í notendaleyfum auk þess … Lesa meira


Biðlara-Miðlara kerfi og Þarfagreiningar

img-coll-0702

MySQL er hraðvirkur léttavigtar gagnagrunns miðlari sem byggir á biðlara/miðlara (Client/Server) hugmynd. Þetta virkar þannig að gagnagrunnar eru uppsettir á gagnagrunnsþjóni sem miðlar þeim til notenda sem eru þá biðlarar. Oft er rætt um „three-tier,“ „two-tier“ og „multi-tier“ umhverfi. Er þá átt við þegar notandi er á einu sviði, gagnagrunnur á öðru og jafnvel annar grunnur eða vinnslugeta á því þriðja. MySQL þjónninn styður við forritunarskil fyrir forritunarmálin C, Perl, Java, … Lesa meira


SQL staðallinn

img-coll-1289

SQL staðallinn er fyrst og fremst tungumál. Tungumálið er málskipun (Syntax) sem skilgreinir málfræði og rithátt sem forritari getur notað til vinnslu með gagnasöfn. Skipta má SQL málinu í tvo þætti: Annars vegar gagna-skilgreiningarmál og hins vegar gagna-meðhöndlunarmál. Gagna-skilgreiningarmál, á ensku Data Definition Language (DDL) eru notuð til að skilgreina gagnageymslur. Gagnageymslur fjalla um hvernig gagnagrunnurinn eða gagnasafnið skuli uppbyggt. Gagna-meðhöndlunarmál, á ensku Data Manipulation Language (DML) er málfræði til … Lesa meira


Endingar á skráanöfnum

Windows tölvur nota endingar skráaheita til að vita hver sé tegund skrár Skjalið.txt = textaskrá sem heitir Skjalið Skjalið.doc = ritvinnsluskrá sem heitir Skjalið Skjalið.rtf = ritvinnsluskrá sem heitir Skjalið Ferming.png = myndaskrá sem heitir Ferming Ferming.jpg = myndaskrá sem heitir Ferming Ferming.psd = myndaskrá sem heitir Ferming Ferming.tif = myndaskrá sem heitir Ferming Forrit.exe = Forrit sem heitir Forrit Forrit.com = Forrit sem heitir Forrit Forrit.bat = Forrit sem … Lesa meira


Hvaða forrit þekkir „Run“? (b)

Opna má Registry Editor og fletta niður tréð: HKEY_LOCAL_MACHINE\SOFTWARE\Microsoft\Windows\CurrentVersion\App Paths Best er að opna þannig: WinLykill+R?Regedit? „App Paths“ birtir lista þeirra forrita sem ræsa má úr Run valmynd Einnig má bæta við eigin forriti ef vill Aðeins ofurvanir ættu að fikta í þessu síðastnefnda         http://en.wikipedia.org/wiki/Run_command


Hvaða forrit þekkir „Run“? (a)

Öll forrit sem finnast í Windows möppu má ræsa úr Run valmynd, og undirmöppum s.s. system32 Opna My Computer?Windows möppu (á C: drifi) sumar tölvur fela “exe” endingu en þau finnast samt Leita stutt á F3 (lyklaborð) slá inn skilyrði *.exe?     * merkir hvaða nafn sem er og exe merkir executable file


Ræsigluggi Windows

Á lyklaborðinu er WinLykill gegnir sama hlutverki og hnappurinn neðst til vinstri á skjánum Sé stutt á WinLykil Opnast ræsivalmynd Windows Sé stutt samtímis á WinLykil+R Opnast valmynd sem tekur við ræsiskipun t.d. nafni þess forrits sem ræsa skal Virkar flókið í byrjun en skilar vinnuhröðun    


Kíló | Mega | Gíga Bæti

Kíló er þúsund (1.000) kílómetri = 1.000 metrar kílóbiti = 1.000 bitar Kílóbæti = 1.000 Bæti (bókstafir) Mega merkir milljón (1.000.000) Megametri = 1.000 kílómetrar Megabæti = milljón Bæti Gíga merkir þúsund milljón (1000.000.000) Gígabæti eru því þúsund milljón Bæti Viðmið Biblían er 5,5 megabæti Hvað rúmar 4 GB vinnsluminni margar Biblíur? Hvað er ein ljósmynd stór?


Hvað er biti

Í tölvunni er einni heili, nefndur örgjörvi. Biti er hugtak fyrir klukkuslag örgjörvans en án hans er tölvan óvirk. Örgjörvinn kann eina skipun: Kveikja sem er þá klukkuslag því einnig þarf að vera hægt að slökkva. Örgjörvinn kveikir einu sinni og er þá biti kveiktur eða virkur = 1. Sé bitinn slökktur eða óvirkur er hann = 0. Átta slög í röð – kveikt eða slökkt – er 1 Bæti. … Lesa meira


Biti og Bæti

Bæti er hugtak í tölvunarfræði táknar einn bókstaf og er nýyrði fyrir enska orðið Byte A = 1 Bæti Skilgreining: Bæti er samsett úr 8 bitum og biti er eitt klukkuslag (rið, Hz). A = 01000001 (nr. 65) B = 01000010 (nr. 66) Biti er táknað b Bæti er táknað B AB = 2 Bæti    


MySQL Gagnagrunnsbókin

img-coll-1605

Bókin var rituð af þörf á íslenzkri kennslubók í SQL gagnagrunnsfræði. Mikið er til af hugbúnaði sem byggir á þess konar tækni og sýnist sitt hverjum um hvaða búnaður er bestur. Ástæðan fyrir því að ég valdi MySQL sem viðfangsefni var sú að kerfið er vinsælt í vefsíðugerð auk annarra þátta: MySQL kostar ekkert fyrir námsfólk og þar sem búnaðurinn tilheyrir opnum lind­um (e. Open Source) er auðvelt bæði að nálgast hugbúnaðinn … Lesa meira


hundasport.is

310720112051a

Vorið 2008 gerðum við vefinn hundasport.is fyrir félagsskap sem þjálfar vinnuhunda s.s. hundafimi og einnig leitarhunda. Kröfur vefsins var sú að auðvelt væri að setja inn efni svosem texta og myndir. Strax í upphafi var ljóst að WordPress væri besta kerfið fyrir vefinn. Kerfið er vel þekkt og vinsælt, auðvelt er fyrir fólk að setja inn texta og myndir. Þá er hægt að gefa fleirum aðgang að kerfinu og aðgangsstýra. … Lesa meira


Uglukerfið

220320143768

Þar sem Nálgun hefur uppsett ýmsa vinsælar vefsíður – og sér um viðhald þeirra – þótti viðeigandi að smíða pláss fyrir auglýsingar á vefjunum. Í þessum tilgangi var hannað Uglukerfi sem staðsett er á einu undirléna okkar. Fyrsta útgáfa þess miðlaði xml skrám sem hvaða vefur sem vera skal gat lesið og nýtt til að birta auglýsingaborða. Þegar umferð á vefjum okkar jókst sáum við að xml útgáfan hægði á … Lesa meira


braskogbrall.is

for-nalgun

Í ágúst 2013 tók Nálgun að sér að setja upp nýjan auglýsingavef. Vefurinn heitir braskogbrall.is og er opinn almenningi til notkunar. Notkun vefsins er ókeypis fyrir þá sem vilja skrá smáauglýsingar. Vefurinn er í raun smíðaður vegna auglýsingahóps sem hefur verið virkur á Facebook í fáeina mánuði. Vefurinn er uppsettur í Vefskinnu frá Nálgun. Það kerfi er einnig notað fyrir hvolpar.is og hefur reynst afar vel. Vefskinna er þægilegt og … Lesa meira


Fénast

imynd

Nálgun kemur óbeint að smíði á bókhalds pakkanum Fénast. Þessi pakki var uprunalega nefndur Norn. Bókhaldskerfið er ætlað hverjum þeim sem þarf á skrifa út reikninga og halda utan um birgðir og viðskiptavini. Flaggskip pakkans er Fénast Reikningar og er sem fyrr segir frítt. Þá er á döfinni að smíða Fénast Skjáreikningar og Fénast Posi á næstu mánuðum. Þróun á Norn var lögð niður undir vinnuheiti Nálgunar en höfundur þess … Lesa meira


Vefskinna

vefskinna

Þegar við gerðum hvolpar.is þurftum við kerfi sem fullnægði fáeinum einföldum skilyrðum. Fyrsta skilyrðið er algjört öryggi gagnvart hökkurum. Annað skilyrðið er að Íslenskir borgarar geti innskráð sig sjálfir inn á vefinn og því var nauðsynlegt að vélrænir hakkarar gætu ekki spammað sig inn á vefinn. Kerfið þyrfti að leyfa hverjum notanda að skrá auglýsingar, eða greinar eftir atvikum, og að hver grein hefði aðalmynd og tiltekinn fjölda aukamynda. Notendur þyrftu … Lesa meira


Nálgun Markviss

alphapack

Okkur vantaði einfalt og þægilegt verkferlakerfi. Við vildum geta skráð notendur og úthlutað þeim bæði verkefnum og verkþáttum. Vildum við geta leyft notendum að skrásetja unna tíma og tekið samantekt unninna stunda yfir í töflureikni og jafnvel yfir í launabókhald. Þá vildum við geta geymt viðhengi s.s. hönnunarskjöl, saminga, grafík og raunar hvað sem er inni í kerfinu. Nauðsynlegt væri að kerfið væri aðgengilegt af netþjóni svo starfsmenn hefðu aðgang … Lesa meira


hvolpar.is

hvolpar

Við gerðum hvolpar.is fyrir fólk sem þarf að auglýsa hvolpa, hunda eða kisur, í heimilisleit. Hver sem er getur skráð sig inn á vefinn sem notandi og sett inn auglýsingar frítt. Innskráðir notendur geta sent skilaboð sín á milli innan kerfisins og deilt auglýsingum inn á Facebook. Vefurinn er samminn frá grunni og má nota kerfið – sem var nefnt Vefskinna – í samfélags og auglýsingavefi af ýmsu tagi. Þessi … Lesa meira


draumar.is

draumar

Við gerðum fyrstu útgáfu vefsins draumar.is árið 2006. Smám saman höfum við aukið við hann upp frá því. Aðal hlutverk vefsins var frá upphafi að veita áhugafólki um drauma aðgang að draumadagbók og sem aukavirkni að opna fyrir uppflettingu draumatákna. Frá upphafi hefur stefna vefsins verið sú að notendur hans byggi vefinn upp. Átt er við að við getum ekki slegið inn íslensk draumatákn úr draumabókum vegna höfundarréttar. Við fundum … Lesa meira


spamadur.is

spamadur

Við hjá Nálgun gerðum og viðhöldum spamadur.is.Vefurinn býður tvenns konar spádóma. Nota má Tarot til að láta Tarot spilin svara spurningum og nota má Talnaspeki til að skoða tölurnar sínar. Notendur geta stofnað aðgang að vefnum og er það ókeypis. Aðgangi fylgir notendasvæði þar sem notendur geta geymt spadóma sína og safnað þeim saman. Hægt er að gera glósur við þessa spádóma og t.d. má safna þar inn talnaspeki allra … Lesa meira