Einföld gagnageymsla

Hér á eftir er skráalisti úr „/home“ skráasafni (e. Directory) á tölvu með RedHat Linux stýrikerfi. Myndin sýnir lista yfir 11 skráasöfn og eina skrá í 12 línum. Allar línurnar innihalda lýsingu á viðkomandi skrá( eða skráasafni), stærð, dagsetning, hver sé eigandi, lesréttindi og inningarréttindi[1]. Fyrir allflesta tölvunotendur lítur slíkur listi út fyrir að vera nákvæmlega það sem hann er: listi yfir skrár sem innihalda gögn og skráasvæði sem geta innihaldið fleiri gögn og e.t.v fleiri skráasvæði.

Raunin er sú að hér er á ferðinni ein elsta tegund af geymslusvæðum í tölvum en einnig er þetta nokkuð vel skipulagður gagnagrunnur! Tölvunotendur eru svo vanir að vinna með slíkar upplýsingar að þeir meðhöndla þær yfirleitt sem áþreifanlega hluti frekar en skipulagðar upplýsingar og gögn.

 

Skráasafn á Linux tölvu séð
með Bash skel í Linux.

Myndin hér á eftir eru sömu upplýsingar og á myndinni fyrir framan, eini munurinn er sá að nú er notað grafískt viðmótsforrit (e. Graphical User Interface) til að skoða gögnin. Grafíska forritið hefur samband við stýrikerfi tölvunnar og fær sama lista og áður en unnið er úr gögnunum svo að þau birtast notandanum sem mynd með táknum. Notandinn fær síðan í hendurnar tól sem leyfa honum að vinna með gögnin t.d. mús og hnappa.

Skrásafn á Linux tölvu séð
með FTP forriti í Windows

Myndin hér á eftir er sama eðlis og áður nema gagnalistinn er á skráakerfi tölvu með Windows stýrikerfi. Mappa í Windows er samskonar fyrirbæri og skráasafn eða Directory á Linux.Áður en Windows kom til sögunnar í PC heiminum var DOS stýrikerfið ráðandi sem einnig notaði hugtakið Directory. Bæði hugtökin eru notuð í þessari bók og eiga við sama fyrirbærið.

Ein mappa í trénu er opin svo hægra megin birtast öll þau skjöl sem í henni eru, hvert skjal er greinilega tagmerkt í stýrikerfinu fyrir stærð, heiti móðurforrits skjalsins og dagsetningu sköpunar eða breytingar skjalsins. Greinilega er hér á ferðinni vel skipulagt gagnasafn.


Notendahannað möpputré á Windows skráakerfi
séð með Windows Explorer

Það sem gerir þennan tiltekna gagnagrunn athyglisverðan er að hann býður beinlínis upp á sum þau vanda­mál sem Codd glímdi við í grein sinni. Engin regla í gagnasafninu getur komið í veg fyrir að skjöl með sama heiti séu geymd á mörgum stöðum. Slíkt kemur oft fyrir þegar unnið er með gögn t.d. að fyrsta útgáfa skjals er geymd á einum stað, næst þegar skjalinu er breytt gæti það hafa verið vistað (í afritunarskyni) á annan stað o.s.frv. Við slíkar aðstæður er nærri því vonlaust að hafa yfirsýn yfir hvaða skjal er réttast eða hefur nýjastar upplýsingar. Væru skjölin mörg og sérstaklega ef margir notendur hefðu samtímis aðgang að þeim, væri útilokað að hafa yfirlit yfir hvort óþarfa gögn væru geymd í mismunandi skjölum eða upplýsingar margendurteknar, s.s. umfremdar- eða umframgögn (e. Redundancy).


[1] Sögnin að inna stendur fyrir ensku sögnina „to execute.“ Að inna aðgerð eða inna forrit, eftir atvikum.

 

This entry was posted in Gagnagrunnar og SQL and tagged . Bookmark the permalink.

Comments are closed.