Efnisflokkar
-
Nýlegar færslur
Tag Archives: Gagnagrunnsfræði
Gildamengi og vensl
„Venslað gagnalíkan“ eða Relational Model virkar þannig að öll vel skilgreind einindi eru sett í sínar eigin töflur eða vensl (Table, Relation). Hverri töflu sé skipt upp í dálka (Column) sem nefnast svið (Field). Fyrsta lína töflunnar geymir heiti sviðanna en þessi lína er ekki meðhöndluð sem gögn heldur sem lýsing á hinu hugsanlega einindi. Hvert einindi sem til er í viðfangs veruleikanum er skráð inn í töfluna og kallast þá … Lesa meira
Einindi
Algeng aðferð við að skipta upp töflum er sú að greina upplýsingar þeirra upp í einindi (e. Entity) og reyna eins og hægt er að greina atóms-gildi (e. Atomic values) þeirra eða frumgildi (e. Primary values) sem nákvæmast. Til þess að beita þessari aðferð er gott að líta fyrst á skilgreiningu[1] hugtaksins Einindi: Einindi samkvæmt Tölvuorðasafninu er: „Sérhvert hlutrænt eða hugrænt fyrirbæri sem er til, hefur verið til eða gæti … Lesa meira
Frávik og fleiri þættir
Markmið Codds var að nálgast „áreiðanlegt upplýsinga líkan“ (e. Dependable Information Model). Allar geymslu aðferðir sem í boði voru buðu upp á vandamál sem hann kallaði frávik, á ensku Anomalies. Hann flokkaði þessi frávik í þrjá flokka: „dagréttinga frávik“ (e. Update Anomaly), „Eyðingar frávik“ (e. Delete Anomaly) og „Innskots frávik“ (e. Insert Anomaly). Dagréttinga frávik Gefum okkur að púkinn sem áður var talað um sé fyrir hendi og nú sé … Lesa meira
Einfaldur gagnagrunnur
Til þess að átta sig á því hvers vegna hugmyndir Dr. Codd höfðu byltingarkennd áhrif á gagnagrunna er vert að athuga aðra möguleika á gagnasöfnum t.d. mætti athuga einfalda gagnaskrá sem geymir samskiptaupplýsingar einhverra aðila: nöfn, heimilisföng, netföng og slíkt. Einfaldast væri að álíta sem svo að skráakerfi stýrikerfisins myndi geyma skrána og ákveða mætti að hún væri afmörkuð (e. Delimited) textaskrá. Tafla 1a Nafn Heimilisfang Sími Netfang Veffang Grjóti … Lesa meira
Einföld gagnageymsla
Hér á eftir er skráalisti úr „/home“ skráasafni (e. Directory) á tölvu með RedHat Linux stýrikerfi. Myndin sýnir lista yfir 11 skráasöfn og eina skrá í 12 línum. Allar línurnar innihalda lýsingu á viðkomandi skrá( eða skráasafni), stærð, dagsetning, hver sé eigandi, lesréttindi og inningarréttindi[1]. Fyrir allflesta tölvunotendur lítur slíkur listi út fyrir að vera nákvæmlega það sem hann er: listi yfir skrár sem innihalda gögn og skráasvæði sem geta … Lesa meira
Venslaðir gagnagrunnar
Ted Codd og vensla-algebra Dr. E. F. Codd (f. 1923 d. 2003) var breskur stærðfræðingur sem vann að rannsóknum hjá IBM mest allan sinn starfsferil. Á sjöunda áratugnum hafði hann unnið allnokkuð við rannsóknir á gagnagrunnum og gagnagrunns notkun þess tíma. Um 1970 birti hann grein um venslaða gagnagrunna sem hefur gjörbylt allri hugsun varðandi gagnagrunns vinnslu síðan. Hann hafði komist að þeirri niðurstöðu að gagnagrunnar þess tíma og vinnsla … Lesa meira
Gagnagrunnur er ekki hið sama og Gagnagrunnskerfi
Við erum vön því að nota gagnagrunna daglega. Þegar flett er upp í símaskrá, eða skjal vistað á diski er notaður gagnagrunnur. Sé gerður minnis-, eða innkaupalisti er notaður gagnagrunnur. Gagnagrunnur eða Database er skipulagt safn upplýsinga sem geymt er eftir skilgreindu kerfi eða markaðri hugsun. Gögnin eru þá grunnurinn sem mynda upplýsingar í grunninum og er þá kominn gagnagrunnur. Bankareikningur er gagnagrunnur og líta má á allar upplýsingar sem geymdar eru eftir … Lesa meira
Notendaleyf MySQL og MariaDB
MySQL notendaleyfi eru gefin út miðað við sanngjörn skipti (e. Fair exchange) eða „Quid Pro Quo,“ sem útleggst sem „eitthvað fyrir eitthvað.“ Eins og fram hefur komið er MySQL gefið út með samskonar hætti og Aladdin Ghostscript, sem merkir að uppruna-kótinn (e. Source code) er opinber, miðlarinn og biðlaraforritin eru frí fyrir UNIX (og Linux). Auk þess eru eldri (úreltar) útgáfur algjörlega opnar með GPL leyfi. Þetta merkir að sé … Lesa meira
Hraði
Við prófanir hefur komið í ljós að MySQL er afar hraðvirkur, hraðvirkari en nærri allar samkeppnishæfar lausnir. Ein af ástæðunum fyrir þessum mikla hraðamun er sú að miðlarinn styður ekki öll smáatriði SQL staðalsins. Sumir telja MySQL einnig til tekna að kótinn miðlarans er nær eingöngu gerður af einum og sama manninum sem jafnframt býr yfir margra ára reynslu í kótun. Þess vegna sé lítið af umfremdar (e. Redundant) kóta í kerfinu. … Lesa meira
Verkvangar og prófanir
Grunnútgáfa MySQL virkaði eingöngu á Linux og Solaris og stærsti vandinn við að færa hann yfir á aðra verkvanga (Platform) var að þjónninn þurfti þrædd POSIX söfn (Threaded POSIX libraries). Til þess að nota MySQL með ýmsum forritunarmálum þarf forritunarskil (API) og frá upphafi hefur miðlarinn verið gefinn út með C og Perl forritunarskilum. Síðan hafa komið út fleiri söfn (Libraries) sem öll utan Java safnsins byggja á C söfnum. Slíkt veitir … Lesa meira
MySQL eða Oracle eða MariaDB
Saga MySQL er að nokkru leyti tengd sögu mSQL gagnagrunnsþjónsins og má rekja til baka til ársins 1994. Helstu vörumerki þess tíma voru Oracle, Sybase og Informix. Þessi kerfi sem öll kostuðu og kosta enn skildinginn voru hönnuð til að miðla miklu magni gagna og oft innan flókinna vensla. Öll þessi kerfi kosta einnig mikið í vinnslu (e. Resource intensive). Bæði er að kerfin eru kostnaðarsöm í notendaleyfum auk þess … Lesa meira
SQL staðallinn
SQL staðallinn er fyrst og fremst tungumál. Tungumálið er málskipun (Syntax) sem skilgreinir málfræði og rithátt sem forritari getur notað til vinnslu með gagnasöfn. Skipta má SQL málinu í tvo þætti: Annars vegar gagna-skilgreiningarmál og hins vegar gagna-meðhöndlunarmál. Gagna-skilgreiningarmál, á ensku Data Definition Language (DDL) eru notuð til að skilgreina gagnageymslur. Gagnageymslur fjalla um hvernig gagnagrunnurinn eða gagnasafnið skuli uppbyggt. Gagna-meðhöndlunarmál, á ensku Data Manipulation Language (DML) er málfræði til … Lesa meira