SQL staðallinn

SQL staðallinn er fyrst og fremst tungumál. Tungumálið er málskipun (Syntax) sem skilgreinir málfræði og rithátt sem forritari getur notað til vinnslu með gagnasöfn. Skipta má SQL málinu í tvo þætti: Annars vegar gagna-skilgreiningarmál og hins vegar gagna-meðhöndlunarmál.

Gagna-skilgreiningarmál, á ensku Data Definition Language (DDL) eru notuð til að skilgreina gagnageymslur. Gagnageymslur fjalla um hvernig gagnagrunnurinn eða gagnasafnið skuli uppbyggt.

Gagna-meðhöndlunarmál, á ensku Data Manipulation Language (DML) er málfræði til að meðhöndla upplýsingar. Þessi málfræði tiltekur hvernig gögn eru send inn í töflur og sóttar úr þeim einnig hvernig þeim er breytt eða eytt.

SQL staðallinn er því vel útfærð og hnitmiðuð málfræði sem nærri allir framleiðendur gagnasafns-umsjónarkerfa hafa orðið ásáttir um.

Í dag eru það stofnanirnar ANSI (American National Standards Institute) og ISO (International Standards Organisation) sem gefa staðalinn út. Fjöldi framleiðanda hafa kosið að fylgja staðlinum en flestir ef ekki allir gera það á sinn eigin hátt. Þannig má læra SQL í hvaða SQL-samhæfðu kerfi sem er og á skjótum tíma tileinka sér næsta kerfi því þekkingin er yfirfæranleg.

 

 

 

This entry was posted in Gagnagrunnar og SQL and tagged . Bookmark the permalink.

Comments are closed.