1. Æfing – Gildamengi

Hvaða gildamengi myndir þú velja eigindum einindanna í jólakorta-grunninum? Bættu þeim við skil­greining­arnar úr þeirri æfingu.

Einindavensl, Töflur og Vensl

img-coll-0275Hér erum við komin að kjarna nafngiftarinnar „Venslað gagnalíkan“ (e. A Relational Model). Líkanið verkar þannig að öll vel skilgreind einindi eru sett í sínar eigin töflur eða vensl (e. Table, Relation).

Hverri töflu sé skipt upp í dálka (e. Column) sem nefnast svið (e. Field). Fyrsta lína töflunnar geymir þá heiti sviðanna en þessi lína er ekki meðhöndluð sem gögn heldur sem lýsing á hinu hugsanlega einindi. Hvert einindi sem til er í viðfangs veruleikanum er skráð inn í töfluna og kallast þá tilvik einindis.

Einindi sem er samsett úr upplýsingum annars konar eininda skipti þeim upplýsingum í aðrar töflur en hægt sé að tengja þau saman og fletta þeim upp eftir einhverju sameiginlegu gildi. Með öðrum orðum þá pörum við skyld einindi eftir skyldleikum sínum. Hið sameiginlega gildi er þá skyldleiki beggja einindanna. Þetta á við þegar atómsgildi í báðum töflum eru hin sömu. Ef fyrirtækið Hugbrjótur ehf. Inni­heldur atómsgildið 0210 fyrir póstsvæði þá má fletta því upp í töflunni Póstsvæði og finna þar heiti póstsvæðis nr. 0210 sem er Garðabær.

Hér er kominn skyldleiki á milli fyrirtækis töflunnar og póstsvæða töfluna. Öll fyrirtæki búa á póst­númeruðu svæði og öll póstnúmeruð svæði eiga sér heiti.

Tafla 2b

Töfluheiti: Fyrirtæki.

Nr Fyrirtækisnafn Fyrirt-heima Svæði Aðalsími Netfang-fyrirtækis Veffang fyrirtækis
1 Hugbrjótur ehf. Sílíkongarðar 25 0210 599-1234 hugbrjotur@hugbrjotur.net www.hugbrjotur.net
2 Ferlatækni ehf. Sílíkongarðar 50 0210 599-2341 info@ferlataekni.net www.ferlataekni.net
3 Kerfagutl hf. Miðstígum 6 0200 599-3412 info@kerfagutl.net www.kerfagutl.net

Hér hefur einindið fyrirtæki verið greint þannig að það hafi nafn, heimilisfang, póstsvæði, netfang og samskiptagáttir. Það má deila um það hvort við ættum að smíða sérstaka töflu fyrir símanúmer. Ef t.d. fyrirtækið hefur mörg síma- og faxnúmer, mismunandi vefslóðir og fjölda netfanga, gæti verið betra að geyma þau í tengdri töflu. Sakir skammleika (e. Brevity) verður slíkri greiningu sleppt hér. Spurningar af þessu tagi koma upp á öllum þrepum töflugreiningar og dæmi af þessu tagi er eitt hinna augljósari: Þegar einstaklingar t.d. hafa mörg símanúmer s.s. heimasími, vinnusími, vinnufarsími, einkafarsími, gamlifarsími, aukavinnusími, o.s.frv.

Tafla 3a

Töfluheiti: Einstaklingar.

Nr. Fyrirt nr Nafn Menntun Starfstitill Heima Svæði Heimasími Vinnusími Farsími Netfang
1 1 Grjóti Stefsson Tölvunarfræði Forstjóri Aflatröð 5 0110 199-1234 599-1234 999-1234 grjoti@aflatradir.net
2 2 Jóndi Bullsson Ph D. Markaðsfræði Forstjóri Boðatröð 6 0210 199-2341 599-2341 999-2341 jondi@bodatradir.net
3 3 Gudda Karlsdóttir Ph D. Markaðsfræði Forstjóri Grandatröð 0200 199-3412 599-3412 999-3412 gudda@grandatradir.net
4 1 Fríða Fróðadóttir Heimspeki Markaðsstjóri Eindartröð 0105 199-3412 599-3412 999-3412 gudda@grandatradir.net

Hér hafa einstaklingar verið settir í sér töflu og hver færsla hefur sitt eigið númer, rétt eins og öll fyrirtæki hafa sín færslunúmer. Sú spurning vaknar upp hvort betra væri (innan Íslenzks veruleika) að nota annars konar færslunúmer t.d. kennitölu? Sérstakur dálkur er í töflunni til að geyma færslunúmer þess fyrirtækis sem einstaklingurinn vinnur hjá.

 

This entry was posted in MySQL bók and tagged . Bookmark the permalink.

Comments are closed.