Gildamengi og vensl

„Venslað gagnalíkan“ eða Relational Model virkar þannig að öll vel skilgreind einindi eru sett í sínar eigin töflur eða vensl (Table, Relation).

img-coll-0275Hverri töflu sé skipt upp í dálka (Column) sem nefnast svið (Field). Fyrsta lína töflunnar geymir heiti sviðanna en þessi lína er ekki meðhöndluð sem gögn heldur sem lýsing á hinu hugsanlega einindi.

Hvert einindi sem til er í viðfangs veruleikanum er skráð inn í töfluna og kallast þá tilvik einindis (Instance of entity).

Einindi eru stundum samsett úr upplýsingum sem tilheyra annars konar einindum. Það eru upplýsingar í öðrum töflur en hægt er að tengja þau saman og fletta þeim upp eftir einhverju sameiginlegu gildi. Þannig pörum við skyld einindi eftir skyldleikum sínum eða venslum.

Hið sameiginlega gildi er því skyldleiki beggja eininda.

Ef fyrirtækið Hugbrjótur ehf. inni­heldur atómsgildið 0210 fyrir póstsvæði þá má fletta því upp í töflunni Póstsvæði og finna þar heiti póstsvæðis nr. 0210 sem gæti verið Garðabær. Hér er kominn skyldleiki eða vensl á milli fyrirtækis töflunnar og póstsvæða töflunnar. Öll fyrirtæki búa á póst­númeruðu svæði og öll póstnúmeruð svæði eiga sér heiti.

Töfluheiti: Fyrirtæki.

Nr Fyrirtækisnafn Fyrirt-heima Svæði Aðalsími Netfang-fyrirtækis
1 Hugbrjótur ehf. Sílíkongarðar 25 0210 599-1234 hugbrjotur@hugbrjotur.net
2 Ferlatækni ehf. Sílíkongarðar 50 0210 599-2341 info@ferlataekni.net
3 Kerfagutl hf. Miðstígum 6 0200 599-3412 info@kerfagutl.net

Hér birtast tvær töflur annars vegar Fyrirtæki og hins vegar Einstaklingar. Við viljum sækja lista yfir tengiliði t.d. hjá Hugbrjóti ásamt  símanúmeri tengiliðs;

Gætum við þá gert venslaða fyrirspurn á báðar töflur í einu þar sem parað er saman sviðið „Nr“ í Fyrirtæki og „Fyrirt nr“ í Einstaklingar og sett sem skylirði að sýna eingöngu færslur þar sem Nr er 1. og fengjum þá upplýsingar um Grjóta og Fríðu.

Töfluheiti: Einstaklingar.

Nr. Fyrirt nr Nafn Starfstitill Heima Svæði Heimasími Vinnusími Farsími Netfang
1 1 Grjóti Stefsson Forstjóri Aflatröð 5 0110 199-1234 599-1234 999-1234 grjoti@aflatradir.net
2 2 Jóndi Bullsson Forstjóri Boðatröð 6 0210 199-2341 599-2341 999-2341 jondi@bodatradir.net
3 3 Gudda Karlsdóttir Forstjóri Grandatröð 0200 199-3412 599-3412 999-3412 gudda@grandatradir.net
4 1 Fríða Fróðadóttir Markaðsstjóri Eindartröð 0105 199-3412 599-3412 999-3412 gudda@grandatradir.net

Eins og sjá má þá er hver tafla í raun mengi (Set) yfir þau átómsgildi sem lýsa tilteknu einindi og þó sum einindi eigi hugsanlega samskonar gildamengi þá þarf hvert mengi að lýsa með auðskildum hætti því einingi (Entity) sem um ræðir.

Þó Fyrirtæki og Einstaklingar eigi heimilisföng og samskiptagildi þá er klárlega um ólík einindi að ræða en þó skild eða vensluð. Fyrirtæki geta haft starfsmenn en einnig geta sumir einstaklingar verið eigendur fyrirtækja og þá vaknar sú spurning hvort smíða þurfi sér töflu til að skilgreina Eigendur en líklega væri nóg að hafa þar tvo dálka og þá lyklaða sem eina heild.

This entry was posted in Gagnagrunnar og SQL and tagged . Bookmark the permalink.

Comments are closed.