Efnisflokkur: Vefsíðugerð

Vefir sem Nálgun smíðar eða hefur komið að með beinum hætti. Ekki eru allir vefir listaðir hér en í Uglukerfinu má sjá fleiri vefi.

hundasport.is

310720112051a

Vorið 2008 gerðum við vefinn hundasport.is fyrir félagsskap sem þjálfar vinnuhunda s.s. hundafimi og einnig leitarhunda. Kröfur vefsins var sú að auðvelt væri að setja inn efni svosem texta og myndir. Strax í upphafi var ljóst að WordPress væri besta kerfið fyrir vefinn. Kerfið er vel þekkt og vinsælt, auðvelt er fyrir fólk að setja inn texta og myndir. Þá er hægt að gefa fleirum aðgang að kerfinu og aðgangsstýra. … Lesa meira


braskogbrall.is

for-nalgun

Í ágúst 2013 tók Nálgun að sér að setja upp nýjan auglýsingavef. Vefurinn heitir braskogbrall.is og er opinn almenningi til notkunar. Notkun vefsins er ókeypis fyrir þá sem vilja skrá smáauglýsingar. Vefurinn er í raun smíðaður vegna auglýsingahóps sem hefur verið virkur á Facebook í fáeina mánuði. Vefurinn er uppsettur í Vefskinnu frá Nálgun. Það kerfi er einnig notað fyrir hvolpar.is og hefur reynst afar vel. Vefskinna er þægilegt og … Lesa meira


hvolpar.is

hvolpar

Við gerðum hvolpar.is fyrir fólk sem þarf að auglýsa hvolpa, hunda eða kisur, í heimilisleit. Hver sem er getur skráð sig inn á vefinn sem notandi og sett inn auglýsingar frítt. Innskráðir notendur geta sent skilaboð sín á milli innan kerfisins og deilt auglýsingum inn á Facebook. Vefurinn er samminn frá grunni og má nota kerfið – sem var nefnt Vefskinna – í samfélags og auglýsingavefi af ýmsu tagi. Þessi … Lesa meira


draumar.is

draumar

Við gerðum fyrstu útgáfu vefsins draumar.is árið 2006. Smám saman höfum við aukið við hann upp frá því. Aðal hlutverk vefsins var frá upphafi að veita áhugafólki um drauma aðgang að draumadagbók og sem aukavirkni að opna fyrir uppflettingu draumatákna. Frá upphafi hefur stefna vefsins verið sú að notendur hans byggi vefinn upp. Átt er við að við getum ekki slegið inn íslensk draumatákn úr draumabókum vegna höfundarréttar. Við fundum … Lesa meira


spamadur.is

spamadur

Við hjá Nálgun gerðum og viðhöldum spamadur.is.Vefurinn býður tvenns konar spádóma. Nota má Tarot til að láta Tarot spilin svara spurningum og nota má Talnaspeki til að skoða tölurnar sínar. Notendur geta stofnað aðgang að vefnum og er það ókeypis. Aðgangi fylgir notendasvæði þar sem notendur geta geymt spadóma sína og safnað þeim saman. Hægt er að gera glósur við þessa spádóma og t.d. má safna þar inn talnaspeki allra … Lesa meira