draumar.is

draumarVið gerðum fyrstu útgáfu vefsins draumar.is árið 2006. Smám saman höfum við aukið við hann upp frá því. Aðal hlutverk vefsins var frá upphafi að veita áhugafólki um drauma aðgang að draumadagbók og sem aukavirkni að opna fyrir uppflettingu draumatákna.

Frá upphafi hefur stefna vefsins verið sú að notendur hans byggi vefinn upp. Átt er við að við getum ekki slegið inn íslensk draumatákn úr draumabókum vegna höfundarréttar. Við fundum að vísu enskt hugtakasafn sem hefur að hluta verið þýtt á Íslensku og geta innskráðir notendur vefsins þýtt þessi hugtök að vild, eða bætt við hugtökum.

Þannig er allur vefurinn hugsaður sem samfélagsvefur. Þó hugmynd sem þessi virki ekki á Íslandi þá er vefurinn einn vinsælasti af okkar vefjum en hann er næstum eins vinsæll og spamadur.is sem er mikið heimsóttur af tryggum lesendahópi.

 

 

This entry was posted in Vefsíðugerð. Bookmark the permalink.

Comments are closed.