hundasport.is

Vorið 2008 gerðum við vefinn hundasport.is fyrir félagsskap sem þjálfar vinnuhunda s.s. hundafimi og einnig leitarhunda. Kröfur vefsins var sú að auðvelt væri að setja inn efni svosem texta og myndir.

Strax í upphafi var ljóst að WordPress væri besta kerfið fyrir vefinn. Kerfið er vel þekkt og vinsælt, auðvelt er fyrir fólk að setja inn texta og myndir. Þá er hægt að gefa fleirum aðgang að kerfinu og aðgangsstýra.

Með aðgangsstýringu má skilgreina hverjir séu kerfisstjórar, hverjir séu ritstjórar og hverjir megi skrifa. Á þennan hátt hentar WordPress mjög vel fyrir einfalda en kraftmikla vefi þar sem fleiri koma að efnistökum en vefstjórinn einn.

Einn af stóru kostum WordPress er hve auðvelt er að nálgast útlitshönnun kerfisins. Þannig skilgreindum við útlit Hundasport.is með því einu að nota meðfylgjandi útlitsþema (Theme) og aðlaga það aðstæðum.

Síðar höfum við aðlagað fleiri útlitsþemu svosem sjá má í vefnum streetrogue.com sem hannað var með sams konar vinnuaðferð. Von er til þess að við þróum fleiri útlit, sem er kostur fyrir þá sem vilja einfalda, kraftmikla en ódýra vefi.

Að setja upp einfaldan WordPress vef á hýsingu og skella inn útlitsþema er gert á hálfum degi og er ódýrt eftir því. Þá er auðvelt að endurbæta virkni vefsins með forritsviðbótum, ýmist sem finnast á Netinu eða við skrifum frá grunni.

Í dag eru fáeinir vefir Nálgunar uppsettir á þennan hátt.

 

This entry was posted in Vefsíðugerð and tagged . Bookmark the permalink.

Comments are closed.