Uglukerfið

Þar sem Nálgun hefur uppsett ýmsa vinsælar vefsíður – og sér um viðhald þeirra – þótti viðeigandi að smíða pláss fyrir auglýsingar á vefjunum.

Í þessum tilgangi var hannað Uglukerfi sem staðsett er á einu undirléna okkar. Fyrsta útgáfa þess miðlaði xml skrám sem hvaða vefur sem vera skal gat lesið og nýtt til að birta auglýsingaborða.

Þegar umferð á vefjum okkar jókst sáum við að xml útgáfan hægði á umferð. Því var kerfið endurhannað og sett upp JavaScript kerfi sem skilaði sama tilgangi án þess að hægja á vefjunum. Ef vefsíða kæmi til lesanda hraðar en uglan skilaði sér, þá kæmi uglan eftirá.

Hægt er að sjá á „uglur.nalgun.is“ hvaða vefir frá Nálgun nota uglukerfið og hverjir nota Adsense.

Þetta hefur þau áhrif að ef einhver vill setja borða á einn vefja okkar þá birtist hann á víxl á hinum vefjunum einnig. Því eru sömu plássin samnýtt af tveim til þrem aðilum í senn.

 

This entry was posted in Hugbúnaður. Bookmark the permalink.

Comments are closed.