MySQL Gagnagrunnsbókin

Bókin var rituð af þörf á íslenzkri kennslubók í SQL gagnagrunnsfræði. Mikið er til af hugbúnaði sem byggir á þess konar tækni og sýnist sitt hverjum um hvaða búnaður er bestur.

Ástæðan fyrir því að ég valdi MySQL sem viðfangsefni var sú að kerfið er vinsælt í vefsíðugerð auk annarra þátta: MySQL kostar ekkert fyrir námsfólk og þar sem búnaðurinn tilheyrir opnum lind­um (e. Open Source) er auðvelt bæði að nálgast hugbúnaðinn og upplýsingar um samsetningu hans.

Um mitt árið 2003 sótti ég um og fékk ég styrk frá Menntamálaráðuneytinu til verksins en vegna annarra verkefna dróst að ég hefði tíma til að ljúka verkinu það ár. Úr því rættist sumarið 2004 að ég hafði aðstæður til að sinna því af þeirri athygli sem verkið verðskuldar.

Aðaláhersla er lögð í bókinni á gagna­grunns­fræði sem nálgun og SQL málið sem útfærslu. Því sterkari sem notandinn er í notkun þessara fræða, því betur á hann með að tileinka sér þau kerfi sem byggja á þeim. Fullyrði ég af reynslu minni í kennslu að því meir sem nemandinn tekst hlutlægt á við þessi fræði breikkar hann og dýpkar getu sína og færni án þess að vera háður einu vörumerki öðru fremur.

Bókina ber því fyrst og fremst að lesa sem gagna­grunnsbók með MySQL sem fararskjóta. Hún er aðgengilegt frítt sem á PDF sniði á slóðinni shop.not.is/old.

Fyrsti kafli bókarinnar einblínir á gagnagrunns hugsunarhátt og þau hugtök sem þar að lúta. Því næst er stutt yfirferð sem stiklar á stóru með sýnidæmum sem allir gagnagrunns notendur og hönnuðir þurfa að skilja og kunna. Næstu kaflar þar á eftir er handbók og uppflettirit yfir þætti sem MySQL styður.

 

 

This entry was posted in Gagnagrunnar og SQL. Bookmark the permalink.

Comments are closed.