Biðlara-Miðlara kerfi og Þarfagreiningar

MySQL er hraðvirkur léttavigtar gagnagrunns miðlari sem byggir á biðlara/miðlara (Client/Server) hugmynd. Þetta virkar þannig að gagnagrunnar eru uppsettir á gagnagrunnsþjóni sem miðlar þeim til notenda sem eru þá biðlarar.

Oft er rætt um „three-tier,“ „two-tier“ og „multi-tier“ umhverfi. Er þá átt við þegar notandi er á einu sviði, gagnagrunnur á öðru og jafnvel annar grunnur eða vinnslugeta á því þriðja.

MySQL þjónninn styður við forritunarskil fyrir forritunarmálin C, Perl, Java, Python og C#. Þetta leyfir að tengjast má þjóninum með aðstoð viðeigandi tengingar sem er sérhönnuð fyrir MySQL og það forritunarmál sem er notað hverju sinni.

Með blöndun þessara tæknitóla má smíða fullvaxnar biðlara/miðlara (Client/Server) lausnir á borð við gagna­grunns­tengd vefsvæði án mikils kostnaðar (hlutfallslega). Sé þá verð hug­búnaðarins, og umhaldsvinna, borin saman við sambærileg (og jafnvel öflugri) kerfi sem eru vinsæl á markaðnum.

Þó MySQL kosti lítið, og í sumum tilfellum ekki neitt, þá er ekki allt fengið þar með. Við sumar aðstæður gæti gagnagrunns hönnuðurinn þurft á að halda víðtækari lausnum auk þess sem sumar útfærslur krefjast meiri vinnu við kótun en önnur og dýrari kerfi bjóða.

Mikilvægt er að íhuga heildarkostnað við uppsetningu og rekstur hugbúnaðarkerfa en þegar allt er reiknað, með hýsingu, vélakosti og vinnu við hönnun, þróun, viðhald og rekstur, er upprunalegt kaupverð oft aðeins brot af kostnaði.

Oft eykst kostnaður gríðarlega vegna þess að sá sem forritar og sá sem biður um forritið tala ekki sama tungumálið. Sum hugbúnaðarfyrirtæki hafa yfirleitt sérhæfða ráðgjafa sem hafa kunnáttu og reynslu í að setja sig inní þarfir verkbeiðandans og kann tungumál og hugsunarhátt forritarans.

Annað atriði sem einnig eykur kostnað gríðarlega er kröfulýsingin og þarfagreiningin.

Sá sem þarf forrit vill helst lýsa því munnlega og fá það afhent á morgun. Kannski hugsar hann það ekki þannig en undir niðri eru vissar tilfinningalegar hvatir sem hafa áhrif á hvernig kröfulýsingin er framsett.

Þarfagreiningin er upprituð og jafnvel teiknuð greining á því hvernig kröfulýsingin komst til skila. Í þeim tilfellum sem kröfulýsingin er munnleg er greiningin alltaf 50% misskilin, sé lýsingin skrifleg verður greiningin aðeins 25% misskilin.

Í öllum tilfellum ef hanna skal gott kerfi og halda kostnaði í lágmarki, þarf verkbeiðandinn að skrifa kröfulýsinguna niður og síðan fara yfir greininguna skref fyrir skref þegar hún er gerð. Oft vill fólk fara hratt framhjá þessum tveim þáttum en reynslan hefur margsannað að á þessum tímapunkti þarf að vanda sig mest.

This entry was posted in Þekkingarmolar. Bookmark the permalink.

Comments are closed.