Fénast

Nálgun kemur óbeint að smíði á bókhalds pakkanum Fénast. Þessi pakki var uprunalega nefndur Norn. Bókhaldskerfið er ætlað hverjum þeim sem þarf á skrifa út reikninga og halda utan um birgðir og viðskiptavini.

Flaggskip pakkans er Fénast Reikningar og er sem fyrr segir frítt. Þá er á döfinni að smíða Fénast Skjáreikningar og Fénast Posi á næstu mánuðum.

Þróun á Norn var lögð niður undir vinnuheiti Nálgunar en höfundur þess – Guðjón E. Hreinberg – sem er annar eiganda Nálgunar hóf nýlega endurhönnun á þeirri hugmynd undir eigin nafni og nefnir það Fénast.

Norn var á sínum tíma hannað í Delphi forritun og sú smíði hefur að öllu leyti verið lögð niður. Fénast er skrifað frá grunni í Java og er það gert til að hægt sé að nota það jafnt í Macintosh, Windows eða Linux.

Grunnhönnun kerfanna hefur því verið endurskoðuð frá grunni og eiga því ekkert sameiginlegt utan markaðs hugmyndina sjálfa. Sú hugmynd gengur út á að hver sem er getur notað forritið frítt, en öll þjónusta við það sé á hálfvirði miðað við sambærileg forrit.Þá er ekkert vistarband þjónustusamninga.

Vefsíða Fénast er á www.fenast.is. Sími Guðjóns er 778-1296.

 

 

 

This entry was posted in Hugbúnaður and tagged . Bookmark the permalink.

Comments are closed.