Vefskinna

vefskinnaÞegar við gerðum hvolpar.is þurftum við kerfi sem fullnægði fáeinum einföldum skilyrðum. Fyrsta skilyrðið er algjört öryggi gagnvart hökkurum. Annað skilyrðið er að Íslenskir borgarar geti innskráð sig sjálfir inn á vefinn og því var nauðsynlegt að vélrænir hakkarar gætu ekki spammað sig inn á vefinn.

Kerfið þyrfti að leyfa hverjum notanda að skrá auglýsingar, eða greinar eftir atvikum, og að hver grein hefði aðalmynd og tiltekinn fjölda aukamynda. Notendur þyrftu að geta deilt auglýsingum sínum inn á Facebook og senda skilaboð sín á milli innan kerfisins.

Fljótlega sást að ekkert Open Source kerfi var á markaðnum sem hefði allar okkar kröfur en væri einnig einfalt í þróun, breytingum og notkun.

Því var valið að skrifa kerfið frá grunni, og það var gert.

Nú keyrir kerfið á hvolpar.is en hefur keyrt fleiri vefi Nálgunar um skeið. Þannig hefur kerfið verið þrælprófað og er til í tveim mismunandi útgáfum. Hægt er að prófa notkun kerfisins á hvolpar.is og einnig á braskogbrall.is og á steintak.is.

This entry was posted in Hugbúnaður. Bookmark the permalink.

Comments are closed.