Nálgun Markviss

alphapackOkkur vantaði einfalt og þægilegt verkferlakerfi. Við vildum geta skráð notendur og úthlutað þeim bæði verkefnum og verkþáttum.

Vildum við geta leyft notendum að skrásetja unna tíma og tekið samantekt unninna stunda yfir í töflureikni og jafnvel yfir í launabókhald.

Þá vildum við geta geymt viðhengi s.s. hönnunarskjöl, saminga, grafík og raunar hvað sem er inni í kerfinu. Nauðsynlegt væri að kerfið væri aðgengilegt af netþjóni svo starfsmenn hefðu aðgang að kerfinu hvaðan sem væri.

Við prófuðum sjö Open Source kerfi. Sum þeirra voru flókin og önnur einföld.

Öll voru þau þannig forrituð að talsverð vinna yrði að breyta þeim ef upp kæmi sérþröf og við fundum raunar eitthvað að þeim öllum. Niðurstaðan var sú að gera okkar eigið, sem var unnið í tveim lotum. Fyrri lotan var unnin vorið 2011 og sú síðari sumarið 2012. Síðan þá höfum við notað kerfið fyrir okkar eigin verefnastjórnun.

Kerfið er uppsett á markviss.nalgun.is. Þú getur prófað þar flestar aðgerðir sem notendur hafa aðgang að. Einu aðgerðirnar sem ekki eru í boði eru þær sem aðeins kerfisstjórar ættu að sinna.

 

This entry was posted in Hugbúnaður. Bookmark the permalink.

Comments are closed.